Frístundagarðurinn í Gufunesi
Á túninu við Gufunesbæ er búið að gera skemmtilegt útivistarsvæði fyrir fjölskyldur og börn. Ævintýrahóllinn er með göng sem liggja í gegnum hann og eru fjórar inngönguleiðir. Upp á hólnum er pallur og er hægt að klifra upp á með því að nota kaðal. Leikkastalinn er risa stór ævintýraheimur út af fyrir sig. Í vatnsleiktækinu er mögulegt að sulla með vatn og sand ásamt því að vaða í tjörnunum. Einnig er kominn á svæðið lítill burstabær fyrir yngstu börnin. Þá er einnig ærlsabelgur, Petanque völlur, folf braut, rathlaups braut, og strandblak. Einnig er grillskýli með þremur kolagrillum. Garðurinn er fjölskylduvænt útivistarsvæði.
Góð grillaðstaða er á svæðinu sem hægt er að nýta þegar komið er í heimsókn. Hægt er að panta grillskýlið eftir kl. 16:00 á virkum dögum og um helgar.
Ef þú þarft grillaðstöðuna milli kl.08:00 – 16:00 a virkum dögum þá vinsamlega hafðu þá samband við uti@gufunes.is til að athuga hvort hún sé í notkun, en aðstaðan er frátekin fyrir skóla- og frístundarhópa á þessum tíma.
Við Gufunesbæ eru þrír samliggjandi strandblaksvellir, fullbúnir með hvítum skeljasandi. Hægt er að taka frá strandblaksvöll með því að skrá sig hér að kostnaðarlausu. Hægt er að fá lánaða blakbolta á meðan starfsemi er á svæðinu.
Panta leiktækjakerru
Leiktækjakerran inniheldur gömlu góðu sumarleiktæki ÍTR í bland við önnur nýrri. Fjöldi leiktækja er í kerrunni, Hægt er að fá nánari upplýsingar kerruna og panta hér.