Grillskýlið við Gufunesbæ er opið fyrir almenning. Grillið er kolagrill og því þarf að taka með sér kol og grillvökva og svo auðvitað að ganga vel frá eftir sig. Aðstaðan er öllum að kostnaðarlausu.

Athugaðu: Grillaðstaðan er frátekin fyrir skóla- og frístundarhópa á virkum dögum milli kl.08:00 – 16:00. Ef þú þarft grillaðstöðuna á þessum tíma þá vinsamlega hafðu þá samband við gufunes@reykjavik.is til að athuga hvort hún sé í notkun.

Hér fyrir neðan er hægt að panta grillskýlið. Athugaðu að ef þú pantar grillskýlið og hættir við þá vinsamlega láttu okkur vita svo við getum eytt pöntuninni og haft það aðgengilegt fyrir aðra.

Yfirlit yfir pantanir á grillskýli 

Hér er hægt að sjá þær pantanir sem búið er að gera á grillskýli. Með því að smella á pöntun getur þú séð hversu lengi grillskýlið er pantað.