Leiktækjakerran

Leiktækjakerran inniheldur gömlu góðu sumarleiktæki ÍTR og önnur nýrri. Hægt er að leigja kerruna.

Leigja leiktækjakerru

Til að leigja leiktækjakerruna þá vinsamlega sendu tölvupóst á gufunes@reykjavik.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn leigjanda
  • Kennitala
  • Viðburður
  • Dagsetning / tími

Leiguverð

Leiga leiktækjakerrunnar er 20.000 kr. og er miðað við dagsleigu. Athugið að leigutaki sér sjálfur um að sækja og skila kerru. (Kerran er með krók sem hægt er að draga á venjulegum bíl).

Upplýsingar

Nánari upplýsingar um kerruna er hægt að fá í síma 411-5615