Við Gufunesbæ eru þrír samliggjandi strandblaksvellir, fullbúnir með ekta hvítum skeljasandi. Hægt er að fá lánaða blakbolta á meðan starfsemi er á svæðinu, en annars er öllum frjáls aðgangur að þeim, sér að kostnaðarlausu. Hægt er að taka frá eða panta velli fyrir hópa.
Hér fyrir neðan er hægt að panta einn strandblakvöll. Ef þú þarft fleiri en einn völl, þá þarftu að panta aftur.
Athugaðu að ef þú pantar strandblakvöll og hættir við þá vinsamlega láttu okkur vita svo við getum eytt pöntuninni og haft völlinn aðgengilegan fyrir aðra.
Yfirlit yfir pantanir á strandblaksvöllunum
Hér er hægt að sjá þær pantanir sem búið er að gera á strandblakvellina. Með því að smella á pöntun getur þú séð hversu lengi strandblakvöllur er pantaður.